Vegna atburða liðina daga stíg ég fram fyrir ykkur mínir kæru samlandar og tek undir orð okkar mjög svo frambærilega forsætisráðherra, þetta er EKKI stjórnendum Glitnis að kenna, heldur mér. Vegna ofurlauna minna,ca 300 þús kr fyrir skatt á mánuði, óráðsíu og bruðls riða hluthafar og þeirra fyrirtæki til falls.
Kæru samlandar, ekki láta þá sem hafa skammtad sér laun eftir þörfum og öðrum bitlingum líða fyrir gjörðir mínar. Einnig bið ég kærum seðlabankastjóra Davíð Oddsyni griða þar sem verðbólgan og stýrivextir eru eingöngu tilkomnir vegna þess að ég hef sýnt af mér vanhæfni og því sem glæpsamlega hegðun þar sem ég dró það í 29 daga fram yfir gjalddaga að greiða af lánum mínum hjá hinum ýmsu fjármálastofnunum vegna skorts á lausafjárstöðu, dráttarvextir og vanskilagjöld koma aldrei til með að vega upp á móti þeim skaða sem ég hef valdið þjóðarbúinu.
Kæru Seðlabankastjórar, Forsætisráðherra, hluthafar og síðast en ekki síst stjórnendur Glitnis. Ég býðst ég hér med til að segja af mér öllum störfum og harma það sem ég gert á ykkar hlut.
virðingarfyllst Sigurður Jóhann.
Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.9.2008 | 19:17 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvert sem þú kemur á íslandi sérðu einhvern innfæddann skrýddan einhverju sem tilheyrir bandarískum auðhring sem kallast mu og hefur aðsetur í ljótri iðnaðarborg á englandi. Fæstir þeirra sem merkja sig þessum auðhring hafa nokkur tengsl við tjéða borg hvorki tilfinngaleg né ættartengsl. Ef þú hittir íslending sem ekki er merktur merchindise unt þá er nokkud víst ad viðkomandi er merktur öðrum bandarískum auðhring. Lifrarpollur heitir hann og er einnig med höfuðstöðvar í ljótri enskri borg. 95 % þeirra ísl sem hafa minnstu skoðun á fótbolta segjast halda med öðru hverju þessara fyrirtækja. Það gerir lífið nefnilega auðveldara þvi að þessi stórfyrirtæki etja kappi við önnur ensk smáfyrirtæki og vinna þau yfirleitt alltaf í skjóli stærðar sinnar og mikilla ítaka í markaðshagkerfum sínum.
Þar kemur íslendingurinn sterkur inn því að med því að vinna svona oft kallast fyrirtækin meistarar og íslendingur hefur mjög gaman af því að segja .. "við" erum meistarar enda hefur hann að sjálfsögðu lagt sitt af mörkum svo að svo geti orðið með gríðarlegum sjónvarpssetustuðningi við milljónamæringanna sem íklæðast rauðum búning og sparka bolta eða taka unaðsleg skæri og skora fram hjá þessum litlu liðum sem aldrei vinna bikara. Það er nefnilega svo, að hinn venjulegi íslendingur þarf á svona mórölsku bústi að halda ... þetta er nefnilega eina leiðinn fyrir hinn íslenska lúser til að líða eins og sigurvegara,, í gegnum bandaríska auðhringa. Þessu meðali beitir íslendingurinn gjarnan á öðrum sviðum því að líf hans er oft svo ömurlegt að ekki veitir af að verða meiri sigurvegari .... tökum dæmi
Alcoa vs sprotafyrirtæki
Landsvirkjun vs Ómar Ragnarsson
Sjálfstæðisflokkurinn vs íslenskri náttúrú
Goliat vs David
man unt + Landsvirkjun + xD .... hvílík alsæla að halda med stóra liðinu ..... þú bara getur ekki tapað þegar þú ert í liðinnu sem treður á smælingjanum!
Sigurður Kári Kristjánsson.
Manure maður
Sjálfstæðismaður
stóriðjusinni
OG LÖGFRÆÐInGUR!!!!!
skildi hann hafa sérhæft sig í fyrirtækjarétti eða ætlar hann að berjast fyrir þá sem minna mega sín og hafa orðið undir í lífinu??? neibbb hann er man unt maður og man unt er Sigurður Kári Kristjánsson. Innheimta skulda er "more Likely". Alin upp í að verða sigurvegari ., sálarlaus varðhundur hinna ríku í sjálfu alþingi bananalýðveldisins. SKK MU Alcoa er efnilegasti sópari sem sjálfstæðisfl hefur átt. Ef einhver misstígur sig eða orðar hluti á óvarfærinn hátt gegn sjálfstæðisfl united þá vandar hann þeim ekki kveðjurnar enda er hann bókstafstrúarmaður á Davíð Oddson(persónulegann vin George Bush), Hannes Hólmstein og öll stóru gildinn the man unt way. Undirmálsmenn og smælingjar eins og Ómar Ragnarsson ,,,ohhhhhhhh leiðindarpakk. Best að jarða þá "the Man UnT Way".
Ég fór uppað Kárahnjúkum 21 07 08 og keyrði upp austan meginn við Dimmugljúfur og yfir stífluna upp med Hálsloni og niður Fljotsdalsheiði og þá rann þetta upp fyrir mér. Flestir ísl hefðu haldið med Goliat gegn David,,, risa stífla, risa háspennulínur og risastór gruggpollur. Hver eru efnahagslegur ávinningur með þessari framkvæmd í dag? Jú óðaverðbólga og okurvextir er það sem fólkið í landinu hafði uppúr þessu. En það er gott! verðbólgan og vextirnir eru nefnilega Goliat.,, big time ,,,we do it the man unt way.
Stjórnmál og samfélag | 25.8.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sjá lítin hóp af sóðalegum apaköttum sem líta út fyrir að vera uppdópaðir í húsi Landsvirkjunar beyta fyrir sig umhverfisverndarsjónarmiðuð sér til eigin framdráttar og til að fullnægja athyglissýki er einungis vatn á myllu virkjunarsinna og þeirra sem standa í hernaðanum gegn landinu. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397998/5
Fjöldi magnaðs fólks hefur beytt sér fyrir og verið málsvari hálendinsins og þeirra svæða sem hafa verið eða eru í hættu á að vera eyðilögð eins og td Andri Snær og Ómar Ragnarsson. Þeir hafa vakið athygli og fylgt á bak við sig tug þúsunda sem ofbýður hernaðurinn gegn landinu. Þessi SI lýður gæti ekki fengið soltin hund til að fylgja sér þó þau myndu hengja kótilettur á trýnið á sér.
Saving Landsvirkjun Ass (væri réttnefni á þessum samtökum) hefur aftur á móti hefur einungis rifið niður og skemmt fyrir þessari baráttu og fengið fjölmarga á móti málefninu.
Þess vegna þegar maður heyrir orðið atvinnumótmælendur hlýtur maður að spyrja sig hver ætti svosem að borga? Hver græðir mest mest á þessum ömurlega skríl sem kallar sig saving iceland (ALGJÖRT rangnefni)? Jú það er Landsvirkjun, virkjunarsinnar og erlendir auðhringar til að mynda Alcoa.
En hvað ætli SI sé ekki sama? Þau sá sjálfa sig ,eins og dansandi veruleikafirtir dóphausar, í sjónvarpinu og það er það eina sem skiptir þau máli. Íslensk náttúra heldur áfram að tapa.
Mótmælaaðgerðum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2008 | 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)